Samkeppnisstaða í heilbrigðisþjónustu verði jöfnuð

Samtök atvinnulífsins leggja til að samkeppnisstaða einkaaðila, sjálfseignarstofnana og opinberra aðila í heilbrigðisþjónustu verði jöfnuð, t.d. í skattamálum þar sem aðeins einkaaðilum er nú gert að greiða virðisaukaskatt af greiddri þjónustu. Einnig er lagt til að geri einkaaðilar tilboð í að veita þjónustu, verði opinberum aðila sem slíka þjónustu veitir skylt að upplýsa um kostnað sinn vegna hennar. Ákvörðun um kaup verði tekin af aðila sem er óháður veitingu opinberrar heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í nýju riti SA, Heilbrigður einkarekstur.