Samkeppnislögin og framkvæmd þeirra - opinn fundur SA 3. október

Samtök atvinnulífsins efna til opins kynningarfundar um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra, á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 3. október kl. 8.30-10, sal H&I á 2. hæð. Þátttakendur fá afhent nýtt rit SA um viðhorf atvinnulífsins til samkeppnismála sem kemur út sama dag en þar er að finna tillögur um það sem betur má fara.


Frummælendur eru Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá SA, Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Ari Edwald, forstjóri 365, Heimir Örn Herbertsson, hrl. og Helga Melkorka Óttarsdóttir, hrl. Fundinum stýrir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já.


Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8.00.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG