Samkeppnishæft viðskiptaumhverfi eftir kosningar?

Félag viðskipta- og hagfræðinga efnir til hádegisverðarfundar fimmtudaginn 26. apríl á Grand Hótel Reykjavík þar sem spurt verður að því hvort hér verði samkeppnishæft viðskiptaumhverfi eftir kosningar. Þar munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna m.a. svara spurningum um fjármagnstekjuskatt, tekjuskatt á fyrirtæki, gengismálin, uppgjör í erlendri mynt og efnahagsstöðugleikann. Í pallborði sitja Jón Sigurðsson (B), Jakob Frímann Magnússon (I), Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S), Illugi Gunnarsson (D) og Árni Þór Sigurðsson (V). Umræður leiðir Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Skráning og nánari upplýsingar á www.fvh.is.