Samkeppnishæft Ísland?

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands efna til hádegisverðarfundar um samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja þriðjudaginn 12. júní. Rætt verður um, hágengi krónunnar, áskoranir á vinnumarkaði, samkeppnismál og regluverk, þróun skattbyrði fyrirtækja, menntastefnu fyrir atvinnulífið og leiðir til að gera betur. 

Fundurinn fer fram á Grand hótel Reykjavík í salnum Háteigi, kl. 12-13.30.

Þátt taka Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri VÍ, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Finnur Árnason, forstjóri Haga, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Uppselt er á fundinn og hefur skráningu því verið hætt. Umfjöllun um fundinn verður birt á vef SA og VÍ að honum loknum.