Fréttir - 

09. Júní 2018

Samkeppnishæft Ísland?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samkeppnishæft Ísland?

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands efna til hádegisverðarfundar um samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja þriðjudaginn 12. júní. Rætt verður um, hágengi krónunnar, áskoranir á vinnumarkaði, samkeppnismál og regluverk, þróun skattbyrði fyrirtækja, menntastefnu fyrir atvinnulífið og leiðir til að gera betur.

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands efna til hádegisverðarfundar um samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja þriðjudaginn 12. júní. Rætt verður um, hágengi krónunnar, áskoranir á vinnumarkaði, samkeppnismál og regluverk, þróun skattbyrði fyrirtækja, menntastefnu fyrir atvinnulífið og leiðir til að gera betur. 

Fundurinn fer fram á Grand hótel Reykjavík í salnum Háteigi, kl. 12-13.30.

Þátt taka Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri VÍ, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Finnur Árnason, forstjóri Haga, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Uppselt er á fundinn og hefur skráningu því verið hætt. Umfjöllun um fundinn verður birt á vef SA og VÍ að honum loknum.

Samtök atvinnulífsins