Samkeppnishæfni þjóða og sóknarfæri

Hagfræðideild Háskóla Íslands efnir til morgunfundar um samkeppnishæfni þjóða föstudaginn 6. júní, hvernig hún er mæld og hvernig þjóðir geti aukið samkeppnishæfni sína. Xavier Sala-i-Martin mun fjalla um mælikvarða á samkeppnishæfni þjóða en hann er prófessor í þjóðhagfræði við Columbia háskóla í New York.  Xavier gegnir ýmsum ráðgjafastörfum,  hann er t.a.m. ráðgjafi World Economic Forum í Davos. Hann hefur einnig unnið við mælingar á samkeppnishæfi þjóða og komið að ritstjórn Global Competitiveness Report.

Sala-i-MartinÍ fyrirlestri sínum mun Xavier fjalla sérstaklega um aðferðafræði World Economic Forum við mælingar á samkeppnishæfni. Hann mun fjalla um samkeppnisstöðu efnahagslífsins á Íslandi og langtímahorfur auk þess að beina sjónum að því á hvaða sviðum Ísland geti aukið samkeppnishæfni sína út frá viðmiðum World Economic Forum.

Allir velkomnir - morgunkaffi frá kl. 8:00.

Fundurinn hefst kl. 8:30 og verður lokið kl. 10:00. Fundurinn fer fram í stofu HT 105 á Háskólatorgi HÍ - föstudaginn 6. júní.

Stuðningsaðilar: Forsætisráðuneytið, Hollvinafélag viðskipta- og hagfræðideildar HÍ, Samtök atvinnulífsins og Norðurál.

Sjá nánar:

Viðtal við Xavier Sala-i-Martin um niðurstöður WEF  á samkeppnishæfni þjóða 2007