Efnahagsmál - 

28. maí 2008

Samkeppnishæfni þjóða og sóknarfæri

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samkeppnishæfni þjóða og sóknarfæri

Hagfræðideild Háskóla Íslands efnir til morgunfundar um samkeppnishæfni þjóða föstudaginn 6. júní, hvernig hún er mæld og hvernig þjóðir geti aukið samkeppnishæfni sína. Xavier Sala-i-Martin mun fjalla um mælikvarða á samkeppnishæfni þjóða en hann er prófessor í þjóðhagfræði við Columbia háskóla í New York. Xavier gegnir ýmsum ráðgjafastörfum, hann er t.a.m. ráðgjafi World Economic Forum í Davos. Hann hefur einnig unnið við mælingar á samkeppnishæfi þjóða og komið að ritstjórn Global Competitiveness Report.

Hagfræðideild Háskóla Íslands efnir til morgunfundar um samkeppnishæfni þjóða föstudaginn 6. júní, hvernig hún er mæld og hvernig þjóðir geti aukið samkeppnishæfni sína. Xavier Sala-i-Martin mun fjalla um mælikvarða á samkeppnishæfni þjóða en hann er prófessor í þjóðhagfræði við Columbia háskóla í New York.  Xavier gegnir ýmsum ráðgjafastörfum,  hann er t.a.m. ráðgjafi World Economic Forum í Davos. Hann hefur einnig unnið við mælingar á samkeppnishæfi þjóða og komið að ritstjórn Global Competitiveness Report.

Sala-i-MartinÍ fyrirlestri sínum mun Xavier fjalla sérstaklega um aðferðafræði World Economic Forum við mælingar á samkeppnishæfni. Hann mun fjalla um samkeppnisstöðu efnahagslífsins á Íslandi og langtímahorfur auk þess að beina sjónum að því á hvaða sviðum Ísland geti aukið samkeppnishæfni sína út frá viðmiðum World Economic Forum.

Allir velkomnir - morgunkaffi frá kl. 8:00.

Fundurinn hefst kl. 8:30 og verður lokið kl. 10:00. Fundurinn fer fram í stofu HT 105 á Háskólatorgi HÍ - föstudaginn 6. júní.

Stuðningsaðilar: Forsætisráðuneytið, Hollvinafélag viðskipta- og hagfræðideildar HÍ, Samtök atvinnulífsins og Norðurál.

Sjá nánar:

Viðtal við Xavier Sala-i-Martin um niðurstöður WEF  á samkeppnishæfni þjóða 2007

Samtök atvinnulífsins