Efnahagsmál - 

30. Apríl 2002

Samkeppnishæfni Íslands

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samkeppnishæfni Íslands

Ísland er í 12. sæti yfir samkeppnishæfni landa og hækkar um eitt sæti frá fyrra ári, samkvæmt nýrri skýrslu IMD stofnunarinnar í Sviss. Í skýrslunni er samkeppnishæfni 49 landa borin saman á grundvelli 314 mælikvarða. Þegar þetta er ritað hafa ekki verið gerð opinber einstök atriði skýrslunnar um löndin sem borin eru saman. Hins vegar er athyglisvert að skoða röðun Íslands gagnvart helstu nágranna- og samkeppnislöndum. Þannig er Ísland feti framar Þýskalandi, Bretlandi og Noregi samkvæmt skýrslunni, en stendur m.a. að baki Bandaríkjunum, Finnlandi, Hollandi, Danmörku, Írlandi og Svíþjóð. Sjá röð landanna í fréttatilkynningu IMD (pdf-skjal).

Ísland er í 12. sæti yfir samkeppnishæfni landa og hækkar um eitt sæti frá fyrra ári, samkvæmt nýrri skýrslu IMD stofnunarinnar í Sviss. Í skýrslunni er samkeppnishæfni 49 landa borin saman á grundvelli 314 mælikvarða. Þegar þetta er ritað hafa ekki verið gerð opinber einstök atriði skýrslunnar um löndin sem borin eru saman. Hins vegar er athyglisvert að skoða röðun Íslands gagnvart helstu nágranna- og samkeppnislöndum. Þannig er Ísland feti framar Þýskalandi, Bretlandi og Noregi samkvæmt skýrslunni, en stendur m.a. að baki Bandaríkjunum, Finnlandi, Hollandi, Danmörku, Írlandi og Svíþjóð. Sjá röð landanna í fréttatilkynningu IMD (pdf-skjal).

 

Skýrsla World Economic Forum
Í október 2001 kom síðast út listi Alþjóða efnahagsstofnunarinnar (The World Economic Forum, Davos í Sviss) yfir samkeppnishæfni þjóða. Þar var Ísland í 16. sæti af 75 löndum (sjá umfjöllun á vef SA).  Meðal þeirra landa sem þar voru ofar Íslandi í samanburðinum eru hin Norðurlöndin, Bandaríkin, Bretland, Írland og Holland, þ.e. flest helstu samkeppnislönd Íslands.

Samtök atvinnulífsins