Samkeppniseftirlitið kynnir skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði

Fimmtudaginn 26. janúar kynnir Samkeppniseftirlitið nýja skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði síðastliðin ár. Kynningin fer fram á opnum fundi á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30-10.  Páll Gunnar Pálsson, forstjóri, Benedikt Árnason, aðalhagfræðingur og Steingrímur Ægisson sviðsstjóri hjá Samkeppniseftirlitinu kynna skýrsluna. Þá mun fjölbreyttur hópur stjórnenda fjalla um hvert skuli stefna.

Í síðari hluta fundarins að aflokinni kynningu skýrslunnar taka þátt Ómar Valdimarsson framkvæmdastjóri Samkaupa, Finnur Árnason forstjóri Haga, Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hjá bændasamtökum Íslands og Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins.

Nánari upplýsingar og skráning á vef Samkeppniseftirlitsins