Samið við skipstjórnarmenn á sanddæluskipum

Undirritaður hefur verið kjarasamningur milli SA og Félags skipstjórnarmanna um kaup og kjör skipstjórnarmanna á sanddæluskipum.  Með samningnum eru tveir kjarasamningar (skipstjóra og stýrimanna) felldir saman í einn og tekið upp fastlaunakerfi. Felld voru niður ýmis gömul ákvæði og samningurinn aðlagaður að nýgerðum kjarasamningum skipstjórnarmanna á kaupskipum. Samninginn er að finna á kjarasamningavef SA.