Vinnumarkaður - 

09. Desember 2004

Samið við bankamenn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samið við bankamenn

Undirritaður hefur verið kjarasamningur milli Sambands íslenskra bankamanna og Samtaka atvinnulífsins og gildir hann til 1. október 2008. Samkvæmt samningnum tekur ný launatafla gildi 1. október 2004 og er hún metin til hækkunar launa sem nemur 5,25%. Engar launabreytingar verða á árinu 2005, en öll laun hækka hins vegar um 3,75% 1. janúar 2006, um 3% 1. janúar 2007 og um 2,25% 1. janúar 2007. Meðal annarra ákvæða samningsins má nefna 110.000 króna orlofsframlag í júní auk þess sem bankar munu greiða fastráðnu starfsfólki í lögbundnu fæðingarorlofi mismun á óskertum launum og greiðslum frá Fæðingarorlofssjóði, þó aldrei hærri upphæð en sem nemur mismun á greiðslum sjóðsins og viðmiðunarþaki hans.

Undirritaður hefur verið kjarasamningur milli Sambands íslenskra bankamanna og Samtaka atvinnulífsins og gildir hann til 1. október 2008. Samkvæmt samningnum tekur ný launatafla gildi 1. október 2004 og er hún metin til hækkunar launa sem nemur 5,25%. Engar launabreytingar verða á árinu 2005, en öll laun hækka hins vegar um 3,75% 1. janúar 2006, um 3% 1. janúar 2007 og um 2,25% 1. janúar 2007. Meðal annarra ákvæða samningsins má nefna 110.000 króna orlofsframlag í júní auk þess sem bankar munu greiða fastráðnu starfsfólki í lögbundnu fæðingarorlofi mismun á óskertum launum og greiðslum frá Fæðingarorlofssjóði, þó aldrei hærri upphæð en sem nemur mismun á greiðslum sjóðsins og viðmiðunarþaki hans.

Önnur uppbygging

Helsti munurinn á uppbyggingu þessa samnings og annarra helstu samninga sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði á þessu ári er sú að í þessum samningi er fyrst og fremst um að ræða beinar launabreytingar, en í samningunum sl. vor voru auknar greiðslur til lífeyris og launakerfabreytingar metnar á samtals fjögur prósentustig.

Sjá samning SÍB og SA.

Samtök atvinnulífsins