Samið um 8,4% launahækkun til þriggja ára

Samtök sænskra atvinnurekenda hafa gert kjarasamning sem nær til um 55.000 sérfræðinga og skrifstofufólks í iðnaði og fjölmiðlun. Samningurinn gildir til 37 mánaða og hljóðar samtals upp á 8,4% hækkun kaupgjalds á samningstímanum, sem er frá 1. apríl 2001 til 30. apríl 2004. Samkvæmt samningnum hækka launin í áföngum um 3,0%, 2,8% og 2,6%, eða samtals um 8,4% á 37 mánaða tímabili. Að auki eru ákvæði um sveigjanleika í vinnutíma sem samið skuli um beint við næsta yfirmann. Sjá nánar á vef sænsku samtakanna.