Samfélagsábyrgð fyrirtækja - hvert er hlutverk ríkisins?

Faghópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 19. nóvember undir yfirskriftinni Samfélagsábyrgð fyrirtækja - hvert er hlutverk ríkisins? Fundurinn stendur frá kl. 8.30 -10.00, í höfuðstöðvum Arion banka, í Borgartúni 19. Þar munu fulltrúar stjórnvalda og atvinnulífs fara yfir stefnu stjórnvalda, tækifæri og áherslur um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun ræða um núverandi stefnu stjórnvalda um samfélagsábyrgð fyrirtækja.


Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins mun fjalla um væntingar atvinnulífsins til stjórnvalda, stefnu og lagaumhverfi.

Skúli Helgason mun ræða um hvernig yfirvöld geti unnið með fyrirtækjum að aukinni samfélagsábyrgð.

Að loknum framsögum fara fram pallborðsumræður.

Skráning fer fram á vef Stjórnvísis

Fundarstjóri er Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð.