Samdráttur í veltu dagvöruverslana

SVÞ- Samtök verslunar og þjónustu og IMG hafa sent frá sér fyrstu vísitölumælingu sem unnin er samkvæmt samningi þessara aðila og í samstarfi við fyrirtæki í verslun sem láta í té upplýsingar um veltu. Um er að ræða vísitölumælingu á veltu fyrirtækja sem hafa alla eða mestan hluta smásöluveltu í tveimur greinum verslunar, þ.e.a.s. í matvöruverslun (dagvöruverslun) og áfengissölu. Vísitalan var 13,3% lægri í febrúar 2002 en hún var í nóvember 2001. Ekki er til samanburður við árið þar á undan. Vísitalan er mæld mánaðarlega, en verður til að byrja með birt annan hvern mánuð. Stefnt er að því að fjölga síðar vísitölunum með því að ná yfir fleiri verslunargreinar og gefa þær út mánaðarlega. Sjá nánar á heimasíðu IMG.