Samdrætti spáð í íbúðafjárfestingu næstu misserin

Samkvæmt nýju spálíkani um íbúðafjárfestingar, munu íbúðafjárfestingar dragast saman næstu misserin. Ekki er búist við því að fjárfestingin taki við sér fyrr en raunverð fasteigna taki að hækka á nýjan leik, eða um það bil 2-4%. Gunnar Haraldsson og Magnús Árni Skúlason hjá Reykjavík Economics unnu spálíkanið með stuðningi SA og fjármálaráðuneytis. Ein meginforsendan fyrir verkefninu var að kanna hvort íbúðafjárfestingar væru þensluhvetjandi og hvort umframframboð væri að myndast á markaðinum. Í niðurstöðum þeirra segir að í kjölfar mikils nýbyggingaframboðs á undanförnum misserum muni íbúðafjárfesting dragast verulega saman á fyrri hluta árs 2007. Jafnvægi framboðs og eftirspurnar á íbúðamarkaði muni að öllum líkindum nást á árunum 2008 og 2009.

Sjá nánar: Spálíkan um Íbúðafjárfestingar á Íslandi (PDF)