Samantekt frá fundi SA um atvinnumál

Samtök atvinnulífsins efndu til opins umræðufundar um atvinnumál í Hörpu mánudaginn 26. september undir yfirskriftinni "Ryðjum hindrunum úr vegi - atvinnulíf í uppnámi." Þar fóru fulltrúar stærstu atvinnugreina landsins yfir hvað megi betur fara í atvinnulífinu og hvaða sóknarfæri eru til staðar. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, flutti opnunarávarp og stýrði fundi en erindi frummælenda má nálgast á vef SA ásamt umfjöllun um fundinn.

Frá fundi SA

Fundurinn var vel sóttur af fjölbreyttum hópi fólks úr atvinnulífinu. Frummælendur voru Grímur Sæmundsen, varaformaður Samtaka atvinnulífsins, Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri ÍSTAKS, Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ - Landssambands íslenskra útvegsmanna og Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Sjá nánar umfjöllun um erindi þeirra hér að neðan:

Vilmundur Jósefsson

Formaður SA: Samtök atvinnulífsins munu ekki hafa frumkvæði að frekari samskiptum við ríkisstjórnina

Grímur Sæmundsen

Varaformaður SA: Bætum hag þjóðarinnar með því að kveða niður atvinnuleysið og skapa ný störf

Kolbeinn Kolbeinsson

Framkvæmdastjóri ÍSTAKS: Dýrkeypt að gera ekki neitt

Margrét Kristmannsdóttir  Formaður SVÞ: Brýnt að skapa nýja þjóðarsátt

Adolf Guðmundsson

Formaður LÍÚ: Hægt að skapa hundruð nýrra starfa ef óvissu um sjávarútveginn verður eytt

Hannes G. Sigurðsson Aðstoðarframkvæmdastjóri SA: Háskattalandið Ísland