Samantekt frá aðalfundi SA 2012

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fór fram þann 18. apríl 2012 á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni Uppfærum Ísland. Samantekt frá fundinum má nú nálgast á vef SA. Þar er m.a. að finna upplýsingar um kjör formanns, stjórnar og fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins auk ársskýrslu SA 2011-2012. Á vef SA er einnig að finna umfjöllun um opna dagskrá aðalfundar SA, tillögur SA að uppfærslu Íslands og slóð á nýjan umræðuvef þar sem fólk getur lagt fram hugmyndir að alls kyns lausnum sem geta gert Ísland að betra landi til að búa á.

Samantekt frá aðalfundi SA 2012

 Frá opinni dagskrá aðalfundar SA 2012