SA-TV: Verðmæti útflutnings Alcoa-Fjarðaáls rúmlega 200 milljónir króna á dag

Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri hjá Alcoa-Fjarðaáli, á rödd atvinnulífsins þriðjudaginn 20. apríl. Á síðasta ári flutti fyrirtækið út ál fyrir 75 milljarða króna eða sem nemur rúmlega 200 milljónum króna á dag - um 1.400 milljónum á viku. Erna segir Alcoa-Fjarðaál leggja um þessar mundir áherslu á að auka enn frekar verðmæti framleiðslunnar.  Í viðtali við SA-TV segir Erna jafnframt frá því að fyrirtækið keypti vörur og þjónustu fyrir um 13 milljarða króna á Íslandi á síðasta ári fyrir utan raforku. Þá námu launagreiðslur og launakostnaður fyrirtækisins  um 3,6 milljörðum króna á árinu 2009. Um 800 manns eru að störfum á hverjum degi á álverssvæðinu í Reyðarfirði.

Hægt er að horfa á viðtalið við Ernu hér að neðan en þar ræðir hún m.a. um áhrif mögulegrar aðildar Íslands að ESB á áliðnaðinn á Íslandi auk þess að lýsa skoðun sinni á því hvað þurfi til að koma Íslandi af stað.  Erna segir mikilvægt að Íslendingar nýti auðlindir sínar og auki tekjur þjóðfélagsins með framleiðslu og þjónustu. Þá megi skattastefna stjórnvalda ekki kæfa lífvænlegan atvinnurekstur og vextir vera svo háir að hér sé ómögulegt að reka nokkra atvinnustarfsemi.

Sjá nánar:

Vefur Alcoa-Fjarðaáls