SA-TV: Spennandi tímar hjá ORF Líftækni

Rödd atvinnulífsins í dag á Björn Lárus Örvar framkvæmdastjóri ORF Líftækni og einn stofnenda fyrirtækisins. Það eru spennandi tímar framundan hjá fyrirtækinu en ORF var stofnað árið 2001 og er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu en hjá því starfa um 30 manns. Fyritækið framleiðir sérvirk prótein með nýstárlegum hætti í íslensku byggi en vörur fyrirtækisins nýtast m.a. við lækisrannsóknir, lyfjaþróun og snyrtivöruframleiðslu. ORF á stærsta safn sérvirkra próteina í heiminum sem framleidd eru með þessum hætti.

Björn segir í viðtali við SA-TV m.a. frá starfsumhverfinu sem hann segir betra en fyrir hrun en mikilvægt sé að stofnanir ríkisins vinni hratt og verði ekki skrifræði að bráð sem milljónaþjóðir þurfi að kljást við. Mikilvægt sé að nýta kosti smæðarinnar á Íslandi. Björn ræðir ennfremur um hættulega einsleitni og nauðsynlega fjölbreytni í íslensku atvinnulífi.

Björn er bjartsýnn á framtíðina en rætt var við hann í Grænu smiðju fyrirtækisins við Grindavík en höfuðstöðvar ORF Líftækni eru í Kópavogi.

Hægt er að horfa á viðtalið við Björn hér að neðan og einnig á www.sa.is/tv

Sjá nánar: 
 

Vefur ORF Líftækni