SA-TV: Öflugt markaðsstarf mikilvægt í fiskeldi Samherja

Stærsti framleiðandi eldisbleikju í heimi er fyrirtækið Íslandsbleikja á Reykjanesi en það er í eigu Samherja. Fyrirtækið hefur lagt mikla fjármuni í þróunarvinnu á liðnum árum en Samherji er með eldisstöðvar á fimm stöðum á landinu. Auk eldis á bleikju elur Samherji lax, sandhverfu og lúðu. Undanfarin þrjú ár hefur mikil áhersla verið lögð á markaðsstarf í fiskeldi Samherja en það getur ráðið úrslitum um hvort starfsemin ber sig eða ekki.

Í viðtali við SA-TV segir Jón Kjartan Jónsson , framkvæmdastjóri fiskeldis hjá Samherja, frá því hvernig eldið gengur og hvernig skilningur fólks á mikilvægi framleiðslu hefur aukist eftir bankahrunið 2008.

Sjá nánar:

Upplýsingar um fiskeldi Samherja á vef fyrirtækisins