SA-TV: Milljarðar eru búnir til úr þúsundköllum

Milljarðar eru búnir til úr þúsundköllum og mörg vel rekin lítil og meðalstór fyrirtæki geta búið til verðmæti sem jafnast á við verðmæti stórfyrirtækja sem mest er hampað í íslensku viðskiptalífi. Þetta segir Pétur Jónsson, upptökustjóri og eigandi fyrirtækisins Medialux, sem sérhæfir sig í framleiðslu á tónlist. Pétur segir algenga hugsanavillu að fyrirtæki verði að vera stór til að vera góð. Það sé ekki nauðsynlegt heldur þurfi þau að vera arðbær. Hann segir stjórnmálamenn og viðskiptalífið gjarnan gleyma smáfyrirtækjum sem séu þó viðskipalífinu mjög mikilvæg.

Markmið Medialux er að koma íslenskri tónlist sem víðast á framfæri - í kvikmyndum og auglýsingum - en Pétur segir útflutning á íslenskri tónlist nú þegar vera stóra atvinnugrein og íslensk tónlist sé mjög mikilvægur þáttur í jákvæðri landkynningu.Pétur segir að það gangi vel hjá Medialux þessa dagana enda gerir gengi krónunnar það að verkum að nánast er ómögulegt fyrir íslensk fyrirtæki að kaupa erlenda tónlist í auglýsingar.

Þegar SA-TV bar að garði var Pétur að vinna að nýju lagi með tónlistarmanninum Togga sem sækja má á vef Medialux og njóta.

Sjá nánar:

Vefur Medialux

Nýtt lag með Togga - The Artist