SA-TV: Mikið að gera hjá Promens á Dalvík

Hjá Promens á Dalvík er mikið að gera en þar er unnið allan sólarhringinn og um helgar líka. Promens á Dalvík framleiðir m.a. ker úr plasti sem eru seld víða um heim og notuð undir fisk og önnur matvæli. Daði Valdimarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í viðtalið við SA-TV að þrátt fyrir alþjóðlegu efnahagskreppuna gangi salan erlendis vel en innlend eftirspurn hafi minnkað, m.a. vegna óvissu í sjávarútvegi sem hafi skapast vegna áforma ríkisstjórnarinnar.

Daði segir þetta grafalvarlegt fyrir fjölda iðnfyrirtækja á Íslandi sem hafi byggst upp í kringum íslenskan sjávarútveg.  Óvissunni verði að linna og stjórnvöld að leysa málið með farsælum hætti.

Daði segir ekki útilokað að starfsemin á Dalvík verði aukin og verksmiðjan stækkuð en fyrst um sinn verði þó horft til þess að nýta þann búnað sem er til staðar til fulls.

Sjá nánar:

Vefur Promens á Dalvík