SA-TV: Íslensk verðbréf með 100 milljarða í eignastýringu

Íslensk verðbréf eru meðal elstu fjármálafyrirtækja landsins en fyrirtækið hóf starfsemi árið 1987. Íslensk verðbréf eru sérhæft eignarstýringarfyrirtæki með um 100 milljarða í eignastýringu fyrir bæði einstaklinga og fagfjárfesta. Það hefur gengið vel hjá Íslenskum verðbréfum að undanförnu í mjög erfiðu starfsumhverfi en fyrirtækið skilaði hagnaði bæði árin 2008 og 2009. Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa, á rödd atvinnulífsins mánudaginn 19. apríl.

Hægt er að horfa  á viðtalið við Sævar hér að neðan, en hann segir nauðsynlegt að lækka vexti til að koma atvinnulífinu í gang á nýjan leik, auka fjárfestingar og minnka atvinnuleysi. Hann varar við of miklum hægagangi og skriffinnsku sem einkenni allt um þessar mundir. Þá ríki óvissa um ýmis mál, t.d. skuldir einstaklinga og fyrirtækja, sem hjálpi ekki til.

Íslensk verðbréf opnuðu skrifstofu í Reykjavík á síðasta ári en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Akureyri. Stjórnendur fyrirtækisins eru bjartsýnir á framtíðina þrátt fyrir krefjandi aðstæður.

Sjá nánar:

Vefur Íslenskra verðbréfa