SA-TV: Hvernig geta Þingeyingar nýtt orkuna til atvinnusköpunar?
Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, segir í viðtali við SA-TV að Þingeyingar hafi horft til þess í langan tíma að nýta orkuauðlindir á svæðinu til öflugrar atvinnuuppbyggingar. Reinhard segir að undirbúningur álvers Alcoa á Bakka sé það verkefni sem lengst er komið en hann útilokar þó ekki að ráðist verði í önnur verkefni sem hafa verið til skoðunar. Reinhard segist vonast til þess að hægt verði innan skamms að taka ákvarðanir um virkjanaframkvæmdir á svæðinu og nýtingu orkunnar til atvinnuuppbyggingar í héraðinu.
Reinhard undirstrikar að fjölbreytileiki atvinnulífsins megi þó ekki gleymast og bendir á að á svæðinu er öflug og mikilvæg ferðaþjónusta, sjávarútvegur, landbúnaður og matvælaframleiðsla.
Viðtalið við Reinhard var tekið föstudaginn 9. apríl.
Sjá nánar: