SA-TV: Horfðu á Rödd atvinnulífsins og hlustaðu

Næstu daga birtast á vef SA sjónvarpsinnslög undir yfirskriftinni Rödd atvinnulífsins. SA brugðu sér af bæ nýverið og heimsóttu félagsmenn og frumkvöðla víðs vegar um landið til að skoða fjölbreytta framleiðslu og  verðmætasköpun í öllum regnbogans litum. Afraksturinn má sjá á vefnum dagana fyrir og eftir aðalfund SA sem fram fer 21. apríl á Hótel Nordica. Fyrsta innslagið verður birt á vef SA í dag, en rætt verður við Friðrik Pálsson, eiganda Hótel Rangár, um ferðaþjónustuna, stöðu atvinnulífsins og möguleg sóknarfæri. Innslögin verða einkennd með SA-TV og birt á fréttasíðu SA og á www.sa.is/tv.