SA-TV: Friðrik Pálsson ræðir um ferðaþjónustuna og atvinnulífið

Það þarf að bregðast skjótt við og hjálpa þeim fyrirtækjum sem voru í eðlilegum rekstri fyrir hrun og endurskipuleggja efnahag þeirra þannig að hægt sé að tryggja störf og tryggja ríkinu skatttekjur. Jafnframt þarf að lækka vexti og koma peningum sem eru inni í bönkunum út í atvinnulífið. Þetta segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár, sem á Rödd atvinnulífsins fimmtudaginn 15. apríl. Hægt er að horfa á viðtalið við Friðrik á vef SA.

Friðrik segir að auk Íslendinga sem sæki Hótel Rangá heim fái hann til sín fjölda gesta frá Bretlandi og Hollandi sem eigi yndislegar stundir á hótelinu og þeir viðurkenni flestir fúslega að hafa aldrei heyrt minnst á Icesave. Í Rödd atvinnulífsins ræðir Friðirk m.a. um markaðsmál, eldgosið á Fimmvörðuhálsi, markaðssetningu landsins og mikilvægi útflutnings fyrir þjóðina.

Sjá nánar:

Vefur Hótel Rangár