SA-TV: Eiríkur Tómasson segir nauðsynlegt að ná sátt um málefni sjávarútvegsins

Í viðtali við SA-TV segir Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar í Grindavík, að rekstur fyrirtækisins gangi vel en öllum áformum um framkvæmdir hafi verið slegið á frest á meðan ríkisstjórnin hafi fyrningarleiðina á stefnuskrá sinni. Eiríkur segir fyrningarleiðina mjög skaðlega íslenskum sjávarútvegi en nauðsynlegt sé að sátt náist um málefni sjávarútvegsins svo fyrirtæki innan hans og starfsfólk þeirra geti unnið í friði. Eiríkur segir atvinnulífið tilbúið til að byggja upp á nýjan leik og kallar eftir því að stjórnvöld vinni með atvinnulífinu að þeirri uppbyggingu. Það sé ótækt að fólk sé án atvinnu - jafnvel árum saman.

Eiríkur segist bjartsýnn á að Ísland komist af stað á nýjan leik. Uppbygging þurfi að eiga sér stað út um allt land í ýmsum greinum með fjölbreytni að leiðarljósi. Sjávarútvegurinn verði sterkur áfram og ferðaþjónustan sé vaxandi grein. Þá sé uppbygging stóriðju nauðsynleg og atvinnugreina sem byggja á henni. Blása verði til sóknar.

Sjá nánar:

Vefur Þorbjarnar