SA-TV: Breyting SkjásEins í áskriftarsjónvarp hefur gengið upp

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjá miðla, segir að það hafi verið líkast því að vera í rússíbana að reka fjölmiðla undanfarna mánuði. Innan Skjá miðla er sjónvarpsstöðin SkjárEinn en fyrir fjórum mánuðum var stöðin gerð að áskriftarstöð eftir að hafa verið 10 ár í opinni útsendingu. Sigríður segir í viðtali við SA-TV umbreytinguna hafa gengið vel og 22% heimila hafi nú tryggt sér áskrift að SkjáEinum.

Sigríður Margrét segir að auglýsingamarkaðurinn á Íslandi hafi í raun hrunið með bönkunum og krónunni. Í fyrra dróst auglýsingamarkaðurinn t.d. saman um þriðjung og fyrirtæki hafa breytt áherslum sínum í markaðsstarfinu í takt við breyttar aðstæður.

Í viðtalinu við SA-TV segir Sigríður Margrét frá harðri samkeppni á fjölmiðlamarkaðnum og greinir frá því hvaða leiðir hún myndi fara til að koma Íslandi af stað á nýjan leik. Hún segir gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld velji leið samstöðu til að koma okkur út úr vandanum en ekki leið sundrungar. Sigríður Margrét segir blómlegt atvinnulíf undirstöðu lífsgæða á Íslandi og hagsmunir atvinnulífs og heimila fari alfarið saman. Hún hefur fulla trú á að íslenska þjóðinni komist af stað á nýjan leik.

Sjá nánar:

Vefur Skjásins