SA-TV: Bandaríkjamenn sólgnir í bleikjuna frá Rifósi

Hjá fiskeldisstöðinni Rifósi í Kelduhverfi er alin bæði bleikja og lax og þar á bæ eru menn stórhuga. Stefnt er að því að stækka stöðina umtalsvert þannig að ársframleiðslan verði um 1000 tonn en í dag annar Rifós ekki eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins. Í vinnslu Rifóss er unninn fiskur alla virka daga ársins og er fyrirtækið mikilvægur vinnustaður í Kelduhverfi með 12 fasta starfsmenn en ársverk eru um 15. Afurðirnar fara mest til útflutnings, einkum til Bandaríkjanna. Rödd atvinnulífsins, mánudaginn 19. apríl, á Hlífar Karlsson, framkvæmdastjóri Rifóss.

Hægt er að horfa á viðtalið við Hlífar hér að neðan en auk þess að fjalla um rekstur Rifóss, ræðir hann um ástandið í atvinnumálunum, áhugaleysi á atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og framtíðina. Hann segir þörf á að því að ná auknu jafnvægi og stöðugleika í efnahagslífið en leiðin geti ekki legið nema upp á við úr þessu. Þetta muni allt koma á endanum.