SA setja á stofn réttarverndarsjóð

Á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins var samþykkt tillaga um að setja á stofn réttarverndarsjóð SA. Sjóðurinn hefur það hlutverk að standa straum af kostnaði vegna málareksturs og annast réttarvörslu í málum sem snerta hagsmuni atvinnulífsins eða margra félagsmanna. Stjórn sjóðsins mun setja nánari reglur um greiðslur úr sjóðnum. Sjá breytingar á samþykktum SA.