SA óska eftir myndum úr atvinnulífinu

Í tilefni af aðalfundi Samtaka atvinnulífsins, þann 18. apríl næstkomandi, óska samtökin eftir myndum frá félagsmönnum SA til að sýna íslenskt atvinnulíf í hnotskurn, fjölbreytileika þess og kraft. Fjölmargar myndir hafa borist en við viljum sjá fleiri! Myndirnar verða sýndar í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu en þar fer aðalfundur SA fram þetta árið.

Félagsmenn eru hvattir til að senda myndir á hordur@sa.is með stuttri lýsingu fyrir 10. apríl.

Dagskrá aðalfundar má nálgast hér á vef SA