SA opna pósthólf fyrir jákvæðar fréttir

Samtök atvinnulífsins hafa opnað pósthólf fyrir jákvæðar fréttir á vef SA og hvetja samtökin félagsmenn SA og aðra í atvinnulífinu til að stinga að okkur góðum fréttum. Við viljum miðla því sem vel er gert og getur orðið fólki hvatning. Við mjög erfiðar aðstæður undanfarin misseri hafa íslensk fyrirtæki og starfsfólk þeirra náð eftirtektarverðum árangri en með því að bæta rekstrarumhverfið er hægt að gera miklu betur, skapa fleiri og betri störf og bæta lífskjör landsmanna.


Samtök atvinnulífsins munu birta jákvæðar fréttir á vef SA eftir því sem þær berast okkur. Við bíðum spennt eftir því að kíkja í pósthólfið ...

Sendu okkur góða frétt af þér og þínu fyrirtæki: