Vinnumarkaður - 

08. maí 2006

SA og ASÍ semja um innleiðingu Evrópusamnings um fjarvinnu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA og ASÍ semja um innleiðingu Evrópusamnings um fjarvinnu

Samtök atvinnulífsins sem aðildarsamtök UNICE (Evrópusamtaka atvinnulífsins) og Alþýðusamband Íslands sem aðildarsamtök ETUC (Evrópusamtök verkalýðshreyfingarinnar) eru aðilar að rammasamningi aðila evrópsks vinnumarkaðar um fjarvinnu frá 16. júlí 2002. Aðildarsamtökin skulu samkvæmt rammasamningnum innleiða hann í samræmi við þær venjur sem fylgt er í aðildarríkjum ESB og EES í stað þess að til lagasetningar kæmi að hálfu ESB.

Samtök atvinnulífsins sem aðildarsamtök UNICE (Evrópusamtaka atvinnulífsins) og Alþýðusamband Íslands sem aðildarsamtök ETUC (Evrópusamtök verkalýðshreyfingarinnar) eru aðilar að rammasamningi aðila evrópsks vinnumarkaðar um fjarvinnu frá 16. júlí 2002. Aðildarsamtökin skulu samkvæmt rammasamningnum innleiða hann í samræmi við þær venjur sem fylgt er í aðildarríkjum ESB og EES í stað þess að til lagasetningar kæmi að hálfu ESB.

SA og ASÍ hafa orðið sammála um að innleiða rammasamninginn með sérstökum kjarasamningi sem skuli vera leiðsögn þegar samið er um fjarvinnu á íslenskum vinnumarkaði og við framkvæmd hennar, þó þannig að tekið sé tillit til ólíkra aðstæðna í mismunandi atvinnugreinum, starfsgreinum og fyrirtækjum.

Samningurinn hefur að geyma ákvæði um viðbótarupplýsingar sem fjarvinna krefst umfram það sem gert er ráð fyrir í ráðningarsamningi eða ráðningarbréfi starfsmanna, vernd gagna, búnað, skipulag vinnunnar, þjálfun og heilbrigði og öryggi fjarvinnustarfsmanna. Gert er ráð fyrir að þeir njóti sömu kjarasamningsbundinna réttinda og sambærilegir starfsmenn í starfsstöð vinnuveitanda. Tekið er fram í samningnum að fjarvinna byggi á frjálsu vali viðkomandi starfsmanns og vinnuveitanda, hvort sem hún er hluti upphaflegrar starfslýsingar eða hafi komist á síðar og að upptaka fjarvinnu hafi engin áhrif á stöðu fjarvinnustarfsmanns sem launamanns. Þá kveður samningurinn á um að höfnun starfsmanns á tilboði um fjarvinnu sé sem slík ekki gild ástæða fyrir uppsögn eða breytingu á ráðningarkjörum.

 

Sjá samning SA og ASÍ um fjarvinnu.

Samtök atvinnulífsins