03. júní 2022

SA og ASÍ hvetja til að frumvarp varðandi lífeyrissjóði verði að lögum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA og ASÍ hvetja til að frumvarp varðandi lífeyrissjóði verði að lögum

Fyrir Alþingi liggur nú stjórnarfrumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og aukins sveigjanleika við lífeyristöku.

Verði frumvarpið lögfest mun ákvæðum sem um var samið í kjarasamningum ASÍ og SA í febrúar árið 2016 verða veitt lagastoð. Um er að ræða hækkun lágmarksiðgjalds úr 12% í 15,5% og heimild til ráðstöfunar hluta skyldutryggingar-iðgjalds til séreignarsparnaðar. Því síðarnefnda, sem kallað er tilgreind séreign, er ætlað að auka sveigjanleika við lífeyristöku. Annars vegar möguleikum til að hefja snemmtöku lífeyris eða hafa hærri lífeyri á fyrri hluta lífeyristímabils.

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands fagna fram komnu frumvarpi og hvetja Alþingi eindregið til að frumvarpið verði að lögum.

Umsögnina í heild má lesa hér.

Samtök atvinnulífsins