SA leita að hagfræðingi

Samtök atvinnulífsins leita að hagfræðingi til starfa á nýju efnahagssviði samtakanna. Helstu verkefni eru  almennar rannsóknir og greiningar á þróun efnahagsmála, þátttaka við uppbyggingu á þjóðhagslíkani til spágerðar, greining á einstökum atvinnugeirum og aðrar tilfallandi greiningar. Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins hefur faglegt sjálfstæði innan samtakanna.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Meistarapróf í hagfræði eða önnur sambærileg menntun er æskileg

  • Gott vald á aðferðum við hagrannsóknir og notkun hugbúnaðar við tölfræðigreiningar

  • Gott vald á mæltu og rituðu máli

  • Hæfileikar til að setja fram fræðilegt efni á skýran hátt

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Meginverkefniefnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins þess er að annast rannsóknir og greiningar á þróun efnahagsmála ásamt því að greina einstakar atvinnugreinar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs í síma 591 0080.

Umsóknir berist á skrifstofu SA í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík eða með tölvupósti til asdis@sa.is. Óskað er eftir ferilskrá ásamt prófskírteini og upplýsingum um námsframvindu úr háskóla. Fullum trúnaði er heitið og verður öllum umsóknum svarað. Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2013.

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs. Innan SA eru sjö aðildarsamtök sem starfa á grunni atvinnugreina. Aðild að SA eiga rúmlega 2.000 smá og stór fyrirtæki þar sem starfa u.þ.b. sjö af hverjum tíu launamanna á almennum vinnumarkaði á Íslandi.

Samtök atvinnulífsins hafa það meginmarkmið að skapa fyrirtækjum hagstæð rekstrarskilyrði, vera öflugur málsvari atvinnulífsins í landinu og veita aðildarfyrirtækjum sínum góða þjónustu.