Fréttir - 

12. Nóvember 2019

Röddum landsmanna safnað saman

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Röddum landsmanna safnað saman

Landsmenn eru hvattir til að leggja til rödd sína til að kenna tölvum og tækjum íslensku á vefnum www.samromur.is.

Landsmenn eru hvattir til að leggja til rödd sína til að kenna tölvum og tækjum íslensku á vefnum www.samromur.is.

Þetta er eitt af þeim fjölmörgu áhugaverðu máltækniverkefnum sem kynnt voru á ráðstefunni Er íslenskan góður „bissness“? sem Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir ásamt Almannarómi, miðstöð um máltækni, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Íslandsmiðstöð evrópuverkefnanna CLARIN og European Language Grid og Deloitte.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Ísland, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lögðu raddir sínar til verkefnisins á fundinum.

Verkefnin sem kynnt voru á fundinum eru hluti af verkáætlun fyrir máltækni í íslensku sem kynnt var af stýrihóp, sem SA átti aðild að árið 2017. SA eru einn af stofnaðilum Almannaróms, sem reka verkáætlunina fyrir hönd stjórnvalda.

Samtök atvinnulífsins