Rödd atvinnulífsins - opinn fundur SA 13. nóvember

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar vegna þeirrar alvarlegu stöðu og miklu áskorana sem íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 8:30-10:00. Erindi flytja Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, Hermann Guðmundsson, forstjóri N1 og Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins. Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi stýrir fundi. SA hvetja félagsmenn eindregið til að mæta og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Skráning og morgunkaffi kl. 8:00-8:30.

Smellið hér til að skrá þátttöku