Rödd atvinnulífsins í vefsjónvarpi SA

Á vef Samtaka atvinnulífsins má nú horfa á fjölmörg sjónvarpsinnslög undir yfirskriftinni Rödd atvinnulífsins. SA brugðu sér nýverið af bæ og heimsóttu félagsmenn og frumkvöðla víðs vegar um landið til að skoða fjölbreytta framleiðslu og  verðmætasköpun í öllum regnbogans litum. Afraksturinn má sjá á vef SA - á slóðinni www.sa.is/tv - en innslögin voru birt dagana fyrir og eftir aðalfund SA sem fram fór þann 21. apríl undir yfirskriftinni ÍSLAND AF STAÐ! 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ YFIRLIT YFIR INNSLÖGIN

Verksmiðja Becromal á Íslandi á Krossanesi við Eyjafjörð

M.a. er fjallað um nýja aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi. Heildarfjárfesting nemur um 11 milljörðum króna, 100 ný störf verða til og árlegar útflutningstekjur munu verða á bilinu 12-14 milljarðar þegar framleiðslan er komin í fullan gang. Verið er að byggja verksmiðjuna í áföngum.