Rödd atvinnulífsins 14.-21. apríl

Í aðdraganda aðalfundar SA 22. apríl munu SA senda út sex útvarpsþætti undir heitinu Rödd atvinnulífsins. Þættirnir verða sendir út í gegnum vef SA en einnig verður hægt að hlusta á þá í venjulegum viðtækjum á tíðni Útvarps Sögu FM 99,4 milli kl. 17 og 18. Upptökur af þáttunum verða aðgengilegar á vef SA að aflokinni útsendingu.

Rödd atvinnulífsins mun fjalla um atvinnulífið út frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum en sköpun starfa mun verða í forgrunni.

Rödd atvinnulífsins - 14.-21. apríl

Umsjónarmaður þáttanna er Hörður Vilberg. Senda má ábendingar um umfjöllunarefni á hordur@sa.is.

Dagskrá þátttanna verður birt hér á vef SA þegar nær dregur.

ÞAÐ ER ATVINNULÍFIÐ SEM SKAPAR STÖRFIN

Nánari upplýsingar um aðalfund SA