Rjúfum kyrrstöðuna - skráningu á fund SA lýkur í dag

Rjúfum kyrrstöðuna!

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar í Hörpu föstudaginn 11. nóvember kl. 8.30-10.00 þar sem raddir atvinnulífsins munu hljóma. Yfirskrift fundarins er Rjúfum kyrrstöðuna. Leiðir til betri lífskjara. Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, munu kynna nýtt rit samtakanna en auk þeirra mun stór hópur stjórnenda fjalla um hvernig rjúfa má kyrrstöðuna og bæta lífskjörin.

Til máls taka Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku, Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka, Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins, Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks, Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda

Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðideildar Eimskips.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Fundarmenn fá eintak af riti SA en þar er m.a. fjallað um gjaldmiðilsmálin, brottflutning Íslendinga frá landinu í hálfa öld, leitina endalausu að stöðugleika í efnahagsmálum, þróun á vinnumarkaði, tækifæri til að draga úr atvinnuleysinu og auka samkeppnishæfni þjóðarinnar.

Boðið verður upp á kraftmikið kaffi og morgunhressingu frá kl. 8.00. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir.

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs. Aðildarfyrirtæki SA eru um tvö þúsund talsins í margs konar rekstri. Innan SA er að finna allt frá einyrkjum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá félagsmönnum SA starfar um helmingur launamanna á almenna vinnumarkaðnum á Íslandi. Innan Samtaka atvinnulífsins eru átta aðildarfélög sem starfa á grunni atvinnugreina.