Rjúfum kyrrstöðuna 11.11.11

Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar föstudaginn 11. nóvember í Hörpu - Silfurbergi kl. 8.30 -10.00. Á fundinum munu SA kynna nýtt rit um hvernig rjúfa má kyrrstöðuna á Íslandi og bæta lífskjörin.

Í riti SA er m.a. fjallað um gjaldmiðilsmálin, brottflutning Íslendinga frá landinu í hálfa öld, leitina endalausu að stöðugleika í efnahagsmálum, þróun á vinnumarkaði, tækifæri til að draga úr atvinnuleysinu og auka samkeppnishæfni þjóðarinnar.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Hópur stjórnenda úr fjölbreyttum atvinnugreinum mun bregðast við hugmyndum SA á fundinum.

Boðið verður upp á kraftmikið kaffi og morgunhressingu frá kl. 8.00.

Fundarmenn fá eintak af riti SA Rjúfum kyrrstöðuna - leiðir til betri lífskjara.

Samtök atvinnulífsins hvetja stjórnendur stórra sem lítilla fyrirtækja til að mæta á fundinn ásamt áhugafólki um að rjúfa kyrrstöðuna á Íslandi og hefja nýja atvinnusókn. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir.

Sjáumst í Hörpu þann 11.11.11 og tölum saman.

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs. Aðildarfyrirtæki SA eru um tvö þúsund talsins í margs konar rekstri. Innan SA er að finna allt frá einyrkjum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá félagsmönnum SA starfar um helmingur launamanna á almenna vinnumarkaðnum á Íslandi. Innan Samtaka atvinnulífsins eru átta aðildarfélög sem starfa á grunni atvinnugreina.