Samkeppnishæfni - 

25. Mars 2002

Ríkið rekur stærstu snyrtivöruverslun landsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ríkið rekur stærstu snyrtivöruverslun landsins

Það skekkir samkeppnisstöðu verslunarinnar að ríkið stundi samkeppni við einkarekstur í verslun. Þannig er óeðlilegt að ríkið skuli reka stærstu snyrtivöruverslun landsins. Þetta kom fram í máli Tryggva Jónssonar, formanns SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, á aðalfundi samtakanna, og vísaði hann þar til Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tryggvi sagði einnig í ávarpi sínu að hagsmunir smásöluverslana í SVÞ og heildsala í FÍS væru sameiginlegir og meiri árangur næðist gagnvart stjórnvöldum ef samtökin töluðu einni röddu.

Það skekkir samkeppnisstöðu verslunarinnar að ríkið stundi samkeppni við einkarekstur í verslun. Þannig er óeðlilegt að ríkið skuli reka stærstu snyrtivöruverslun landsins. Þetta kom fram í máli Tryggva Jónssonar, formanns SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, á aðalfundi samtakanna, og vísaði hann þar til Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tryggvi sagði einnig í ávarpi sínu að hagsmunir smásöluverslana í SVÞ og heildsala í FÍS væru sameiginlegir og meiri árangur næðist gagnvart stjórnvöldum ef samtökin töluðu einni röddu.


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, ávarpaði fundinn og sagðist hann m.a. þeirrar skoðunar að leggja ætti af endurgreiðslu virðisaukaskatts af vörum ferðamanna innan EES svæðisins. Þessi undanþága hefði í för með sér minni verslun hér á landi en ella.

Sjá nánar í Fréttapósti SVÞ.

 

Samtök atvinnulífsins