Ríkið hætti verslunarrekstri

SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að stjórnvöld láti af áformum sínum um að viðhalda sölu á snyrtivörum, rafmagnstækjum, sælgæti og tóbaki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE), svo og í öðrum flughöfnum, þegar breytingar verða gerðar á rekstri FLE um næstu áramót. Samtökin telja mjög óeðlilegt að ríkið skuli reka stærstu snyrtivöruverslun landsins og bjóða vörur til sölu án virðisaukaskatts í samkeppni við einkareknar verslanir sem selja sömu vörur með virðisaukaskatti og skila honum til ríkisins. SVÞ telja það ekki hlutverk ríkisins að reka verslun í samkeppni við einkaaðila.

Sjá nánar í fréttapósti SVÞ.