Ríkið getur aukið tekjur sínar um einn milljarð á mánuði

Ef ráðist verður nú þegar í þau stóru atvinnuverkefni sem liggja á borðinu,t.d. byggingu álvers í Helguvík, gæti ríkið aukið tekjur sínar um einn milljarð á mánuði. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra SA, um stöðu atvinnulífsins og yfirstandandi kjaraviðræður. Sagði Vilhjálmur m.a. að SA vilji fara atvinnuleiðina út úr kreppunni, með áherslu á sköpun starfa og auka fjárfestingu í atvinnulífinu sem sé orðin hættulega lítil. Benti Vilhjálmur á að ef fjárfestingin aukist ekki muni allt drabbast hér niður og Ísland dragast aftur úr öðrum þjóðum.

Smellið hér til að hlusta á Sprengisand