Efnahagsmál - 

12. Maí 2005

Ríki og sveitarfélög borgi reikningana sína!

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ríki og sveitarfélög borgi reikningana sína!

Það er brýnt að fá opinbera aðila - ríki og sveitarfélög - til að borga reikninga sína á réttum tíma og til að greiða dráttarvexti verði töf á greiðslu reikninga. Á þetta benti forstjóri Tæknivals, Sigrún Guðjónsdóttir, á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. Sigrún sagði að sér hefði komið greiðslutregða opinberra aðila verulega á óvart þegar hún settist í stól forstjóra Tæknivals og þetta væri í raun landi og þjóð til skammar - enda kæmust stjórnvöld í nágrannalöndum okkar ekki upp með að greiða ekki fyrir vörur og þjónustu frá fyrirtækjum á tilsettum tíma - í versta falli greiða þau dráttarvexti sem sárabót fyrir að ekki hafi verið staðið við gerða samninga.

Það er brýnt að fá opinbera aðila - ríki og sveitarfélög - til að borga reikninga sína á réttum tíma og til að greiða dráttarvexti verði töf á greiðslu reikninga. Á þetta benti forstjóri Tæknivals, Sigrún Guðjónsdóttir, á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. Sigrún sagði að sér hefði komið greiðslutregða opinberra aðila verulega á óvart þegar hún settist í stól forstjóra Tæknivals og þetta væri í raun landi og þjóð til skammar - enda kæmust stjórnvöld í nágrannalöndum okkar ekki upp með að greiða ekki fyrir vörur og þjónustu frá fyrirtækjum á tilsettum tíma - í versta falli greiða þau dráttarvexti sem sárabót fyrir að ekki hafi verið staðið við gerða samninga.

Könnun SA frá 2003

Samtök atvinnulífisins hafa áður bent á þennan ljóð í starfsemi opinberra aðila á Íslandi og telja brýnt að færa þessi mál til betri vegar. Í könnun sem SA gerðu meðal aðildarfyrirtækja fyrir tveimur árum kom fram að opinberir aðilar væru í vanskilum við eitt af hverjum fimm fyrirtækjum. Ennfremur sýndi könnunin að þegar um veruleg viðskipti var að ræða voru opinberir aðilar í vanskilum í 40-50% tilvika. Í meirihluta tilfella, eða í sex af hverjum tíu skiptum, neituðu opinberir aðilar að borga dráttarvexti og voru jafnvel dæmi um að opinberir aðilar hótuðu fyrirtækjum um að rifta viðskiptum við þau, krefðust þau réttmætra dráttarvaxta vegna vanskila. Hefur þetta m.a. leitt til þess að fyrirtæki sem eiga veruleg viðskipti við opinbera aðila hafa þurft að fjármagna þau viðskipti með öðru fé en opinberu, annað hvort eigin fé eða með lánsfé.

Samtök atvinnulífsins