Reynsla Eistlands af upptöku evru og aðild að Evrópusambandinu

Urmas Paet

Utanríkisráðuneytið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands bjóða til opins fundar með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, miðvikudaginn 19. desember í Þjóðmenningarhúsinu kl. 12-13.30. Þar mun Paet fjalla um reynslu Eistlands af Evrópusambandsaðild og þátttöku í myntsamstarfinu. Fundurinn er öllum opinn en hann er haldinn í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, opnar fundinn en að loknu erindi Urmas Paet fara fram pallborðsumræður.

Paet hefur verið utanríkisráðherra Eistlands síðan árið 2005. Hann er stjórnmálafræðingur að mennt með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Oslóarháskóla. Fundurinn fer fram á ensku.

Sjá nánar auglýsingu um fundinn (PDF)