Réttur.is í loftið

Lánstraust hf. hefur opnað nýjan upplýsingavef um lögfræði, sem ætlaður er almenningi jafnt sem löglærðum. Á vefnum er hægt að kynna sér helstu svið lögfræðinnar, m.a. vinnurétt og skaðabótarétt. Þá er þar meðal efnis Netlögbókin þín, sem er uppfærð og endurbætt útgáfa af bókinni Lögbókin þín eftir Björn Þ. Guðmundsson lagaprófessor, sem síðast kom út árið 1989. Á vefnum verður jafnframt boðið upp á endurgjaldslausa fyrirspurnarþjónustu, auk þess sem þar er að finna öfluga leitarvél og annan fróðleik, fréttir og greinar um lögfræðileg málefni. Sjá nánar á vefnum rettur.is.