Raunlækkun orkuverðs til fjölda ára

Árum saman hefur verð á bæði heitu vatni og raforku farið lækkandi um land allt, að teknu tilliti til verðlagsþróunar almennt, ef frá eru skilin áhrif kerfisbreytinga sem raforkulög frá árinu 2003 höfðu í för með sér. Verð á raforku til almennra notenda er lægra hérlendis en í helstu samanburðarlöndum og hefur lengi verið. Sömu sögu má segja um verðlagningu á heitu vatni." Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun aðalfundar Samorku þar sem m.a. er fjallað um endurskoðun raforkulaga, mikilvægi öflugrar grunnþjónustu, loftslagsmál, mikilvægi erlendrar fjárfestingar og vatnsvernd.

Sjá nánar á vef Samorku