Rætt um kosti rafrænna reikninga

Skýrslutæknifélag Íslands, Icepro og FUT efna til ráðstefnu um rafræna reikninga á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 30. apríl næstkomandi frá kl. 13:00-16:15. Yfirskrift ráðstefnunnar er Framtíðin er núna - Rafrænir reikningar.

Viðfangsefni ráðstefnunnar er þróun og staða mála er varðar  innleiðingu á rafrænum reikningi í íslenskt viðskiptaumhverfi. Fjallað verður m.a. um tæknilegan undirbúning, væntan ávinning, viðhorf og þátttöku hugbúnaðarfyrirtækja.

Reynslusögur verða sagðar og viðfangsefnið nálgast frá sem flestum hliðum.  Meðal spurninga sem leitast verður við að svara á ráðstefnunni eru:

  • Hvað er rafrænn reikningur?

  • Hver er ávinningurinn af að rafvæða reikninga?

  • Hvaða kröfur eru gerðar til rafræns reiknings?

  • Hverjar eru hindranirnar?

  • Kemur XML í stað EDI?

Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning er á vef Skýrslutæknifélags Íslands.

Smellið hér til að fá nánari upplýsingar