Rætt um fjárlögin þriðjudaginn 17. nóvember

Samtök atvinnulífsins og Félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við fjármálaráðuneytið efna til opinnar ráðstefnu á morgun, þriðjudaginn 17. nóvember, um opinber fjármál. Um eitt hundrað forstöðumenn ríkisstofnana, atvinnurekendur og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, alþingismenn, sveitarstjórnarmenn og sérfræðingar auk áhugafólks um bættan rekstur ríkisins hafa þegar skráð þátttöku. Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 13:30-17:00 undir yfirskriftinni Er að marka fjárlög? Dagskrá má nálgast á vef SA þar sem skráning fer jafnframt fram - ekkert þátttökugjald.

DAGSKRÁ MÁ NÁLGAST HÉR (PDF)

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU