Ráðstefna um útvistun verkefna og opinber innkaup

Samtök upplýsingatæknifyrirtækja og Samtök iðnaðarins efna til ráðstefnu um ávinning af útvistun verkefna og þróun opinberra innkaupa. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Ríkiskaup og ráðuneyti fjármála, iðnaðar og viðskipta og fer fram í nýju Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal fimmtudaginn 1. mars frá 13:00 til 15:00. Ráðstefnan er opin og aðgangur ókeypis. Sætaframboð er takmarkað og er nauðsynlegt að skrá þátttöku á vef SI.