Ráðstefna um þjónandi forystu í Skálholti
Föstudaginn 14. október næstkomandi fer fram ráðstefna um þjónandi forystu í Skálholti. Þar verður fjallað á fræðilegan hátt um hugmyndafræði þjónandi forystu og sjónum beint að nýtingu hennar á sviði heilbrigðismála, menntamála og í fyrirtækjum á almennum markaði. Sérfræðingar frá Hollandi og Danmörku flytja fyrirlestra og íslenskir stjórnendur ígrunda starf sitt út frá hugmyndafræði þjónandi forystu.
Þekkingarsetur um þjónandi forystu skipuleggur ráðstefnuna en samstarfsaðilar eru Samtök atvinnulífsins og Arion banki.
Sjá nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara hér að neðan:
Aðalfyrirlesarar:
Associate Professor of Organizational Behavior, Rotterdam School of Management, Erasmus University, Rotterdam
Assistant Professor of Management Engineering Work, Technology and Organisation, Technical University of Denmark (DTU
Erindi halda einnig:
Aðalheiður Héðinsdóttir forstjóri Kaffitárs
Dr. Björn Zoëga forstjóri Landspítala
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti
Dr. Sigrún Gunnarsdóttir lektor við Háskóla Íslands og starfsmaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu
Tími: 11:00 - 16:00
Þátttökugjald kr. 15.000
Skráning á vefsíðu Skálholts: www.skalholt.is
Upplýsingar á vefsíðu Þekkingarseturs um þjónandi forystu: www.thjonandiforysta.is